Glitnir hefur keypt 8,89% í Atorku, eða 300 milljón hluti. Gengi bréfa Atorku er 4,79 krónur hluturinn og er því um að ræða viðskipti upp á tæpan 1,5 milljarð króna.

Glitnir keypti bréfin af Atorku, sem seldi eigin bréf. Bæði Glitnir og Atorka sendu flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar rétt í þessu, en Glitnir átti áður ekkert í Atorku.

Viðskipti eru flöggunarskyld ef hlutur fer yfir, undir, eða nær 5% og öðrum fimm prósenta mörkum eftir það.