Slitastjórn Glitnis hefur krafist þess að íslenska ríkið greiði slitabúinu 11,8 milljarða króna vegna tekjuskatts sem Íslandsbanki, sem er 95% í eigu Glitnis, greiddi til ríkissjóðs frá 2011 til 2013. Þetta kemur fram í DV sem kveðst hafa stefnu í málinu undir höndum.

Er þannig greint frá því að slitastjórnin vilji að felld verði úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra frá 24. maí 2011 um að synja Glitni og dótturfélögum um heimild til samsköttunar. Ef Glitnir hefði fengið slíka heimild hefði slitabúið getað nýtt skattalegt tap á móti skattskyldum hagnaði Íslandsbanka. Hefði Íslandsbanki þá ekki þurft að greiða neinn tekjuskatt til ríkissjóðs.

Fyrirtaka var í málinu þann 16. janúar síðastliðinn í Héraðsdómi Reykavíkur. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram.