Glitnir hefur ákveðið að loka starfsstöð sinni í Kaupmannahöfn og sameina starfssemina þar við skrifstofu sína í London og Reykjavík.

Í tilkynningu frá Glitni segir að um hagræðingu sé að ræða og með þessari aðgerð sé verið að renna sterkari stoðum undir starfssemi Glitnis í Evrópu.

Þá mun skrifsstofa Glitnis í London hafa umsjón með starfsseminni á Bretlandi og meginlandi Evrópu.

Alls starfa 17 manns í starfsstöð Glitnis í Kaupmannahöfn sem starfað hafa að alþjóðamálum hjá Glitni.