BNbank, sem er alfarið í eigu Glitnis banka hf., hefur lokið kaupum á 45% hlut í Norsk Privatøkonomi, sem sérhæfir sig í fjármálaþjónustu víðs vegar um Noreg, segir í tilkynningu.

Það verður í höndum BNbank í Þrándheimum að halda utan um framkvæmd samningsins við Norsk Privatøkonomi. Framkvæmdastjórn Norsk Privatøkonomi mun starfa áfram undir forystu Tor Lægreid, framkvæmdastjóra félagsins.

Í framhaldi af kaupum BNbank á 45% hlut Norsk Privatøkonomi, hefur ný stjórn verið skipuð: Johan Solbu Braaten (stjórnarformaður), Nils Arne Lie, Gerd Almås, Kristijan Cook Bulukin, Olav Sem Austmo, Roar Nyhus og Laila Nyhus. Olav Sem Austmo, Roar Nyhus og Laila Nyhus eru öll ný í stjórn félagsins og sitja fyrir hönd BNbank. Petter Egil Aarseth and Egil Melkevik eru varamenn í stjórn. Tveir varamenn frá BNbank verða tilnefndir síðar.

Kaupin hafa verið formlega samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í Noregi.