Glitnir, áður Íslandsbanki, hefur sett verðmiða á Kynnisferðir sem nemur rúmlega milljarði króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Bankinn verðmetur því félagið á tæplega átta sinnum hagnað félagsins fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) í fyrra, sega heimildarmenn Viðskiptablaðsins.

Kynnisferðir er í eigu FL Group en fyrirtækið er í sölumeðferð hjá Glitni.

EBITDA Kynnisferða dróst saman um 20 milljónir í 145 milljónir í fyrra. Áætluð EBITDA árið 2006 er rúmlega 200 milljónir.