Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í viðtali við Dow Jones fréttastofuna í gær að Glitnir stefni á að halda áfram útrás sinni erlendis og þá sérstaklega á Norðurlöndunum.

Bjarni segir að bankinn muni halda áfram að skoða fjárfestingatækifæri og að fleiri yfirtökur séu því líklegar, sérstaklega í Svíþjóð og Noregi.

Bjarni segir að Glitnir hafi gert sex fjárfestingar í Noregi síðustu tvö árin og að bankinn stefni á svipuð umsvif þar á næstunni.