Kröfuhafar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar þurfa að afskrifa milljarða króna vegna byggingar Háskólans í Reykjavík, ógjaldfærni Álftaness og lánabreytinga annarra sveitarfélaga sem átt hafa hlut í félaginu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Stærstu kröfuhafar Fasteignar eru Íslandsbanki og skilanefnd Glitnis.

Heimildir blaðsins herma að Fasteign verði skipt upp í móðurfélag og þrjú dótturfélög. Samkvæmt tillögum sem liggja fyrir verða eignir Reykjanesbæjar í einu félaginu, eignir annarra sveitarfélaga sem standa að Fasteign í öðru og aðrar eignir í því þriðja. Hluti skulda verður afskrifaður

Segir að stærstur hluti afskrifta sé vegna byggingar Háskólans í Reykjavík.