Íslenska fjárfestingarfélagið Redsquare Invest og Glitnir Total Capital í Danmörku hafa selt Rahbekfisk í Danmörku til fjárfestingarfélagsins Greystone Capital.

Greystone og Espersen kaupa 45% hlut hvort félag en stjórnendur Rahbekfisk eiga 10%.

Samkvæmt heimildum Børsen er kaupverðið um 200 milljónir danskra króna eða um 3,1 milljarður íslenskra króna og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins innleysir Glitnir hagnað vegna sölunnar auk vaxtatekna og þóknunar.

Rahbekfisk er stærsta fyrirtæki á sviði tilbúinna fiskrétta í Danmörku en framleiðir einnig tilbúna rétti fyrir stórar evrópskar verslanakeðjur.

Velta Rahbekfisk í fyrra nam nær átta milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi íslensku krónunnar nú, og rekstrarhagnaðurinn nam tæplega hálfum milljarði króna.