Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að Glitnir sé nú opinn fyrir nýjum fjárfestingamöguleikum og hugsalega yfirtökum.

Hann segir þó að hugsanlegar yfirtökur verði gerðar til að styrkja núverandi starfsemi bankans, frekar en að stækka á nýjum markaðssvæðum.

Í fréttinni kemur fram að ekki sé líklegt að Glitnir muni stækka frekar við sig í Svíþjóð, en Glitnir keypti nýlega sænska verðbréfafyrirtækið Fischer Partners.