Glitnir sakar matsfyrirtækið Moody‘s um hringlagahátt vegna breytts viðhorfs gagnvart horfum á lánshæfismati ríkissjóðs.

„Fyrir rúmum mánuði síðan sendi Moody´s frá sér skýrslu um lánshæfi ríkissjóðs þar sem fram kom að lánshæfismat íslenska ríkisins væru stöðugar og að engin ástæða væri til að ætla annað en íslenska ríkið gæti stutt við bankana á þessum erfiðu tímum. Eins og kunnugt er hefur mikill hringlandaháttur einkennt Moody´s undanfarið ár og því þarf ekki að koma á óvart að þeir séu annarrar skoðunar nú, mánuði síðar,“ segir í Morgunkorni greiningadeildar Glitnis.

Máli sínu til stuðnings segir greiningadeildin að Moody‘s hafi á síðasta ári breytt lánshæfismati bankanna alls þrisvar sinnum

„Þessi hringlandaháttur, ásamt harðri gagnrýni á lánshæfismat fyrirtækisins á erlendum skuldavafningum, hefur orðið til þess að trúverðugleiki Moody´s hefur beðið talsverðan hnekki undanfarið ár,“ segir greiningadeild Glitnis.