Greiningardeild Glitnis segir lækkanir Moodys á lánshæfismati íslensku viðskiptabankanna þriggja ekki koma á óvart, en matsfyrirtækið hefur ákveðið að lækka matið í Aa3 úr Aaa.

?Lækkunin er í takti við væntingar markaðarins en fyrirfram var búist við 2-3 þrepa lækkun. Niðurstaða endurskoðunar Moody´s á aðferðafræði sinni er því að lokum sú að lánshæfiseinkunnir Kaupþings og Glitnis hækka um 1 þrep en einkunn Landsbankans um 2 þrep,? segir greiningardeildin.

Glitnir segir tryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hafalækkað um einn punkt í morgun sem endurspeglar að markaðurinn hafði áður verðlagt umrædda lækkun lánshæfiseinkunna inn í tryggingarálagið.

Fimm ára tryggingarálag Kaupþings er nú 37 punktar, Landsbankans 26 punktar og Glitnis 27 punktar, að sögn greiningardeildarinnar.