Glitnir gætti ekki skyldu sinnar við að gefa stofnfjáreiganda nægilega greinargóðar upplýsingar um þá áhættu sem fólst í því að taka lán til kaupa á stofnfjárbréfum og bankinn sýndi af sér „alvarlegt skeytingarleysi“ gagnvart stofnfjáreigandanum, sem hafði ekki mikla þekkingu á verðbréfaviðskiptum, með því að upplýsa hann ekki um þá áhættu sem fólst í því að taka lán til kaupanna.

Hróbjartur Jónatansson - Jónatansson & Co
Hróbjartur Jónatansson - Jónatansson & Co
© BIG (VB MYND/BIG)

Þetta er meðal þess sem fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli Íslandsbanka gegn stofnfjáreiganda sem tók lán hjá bankanum til þess að taka þátt í stofnfjáraukningu í Byr í lok ársins 2007 en málið var prófmál sem hefur fordæmisgildi fyrir aðra stofnfjáreigendur sem tóku lán hjá Glitni vegna stofnfjárkaupa.

Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður, sem var verjandi stofnfjáreigandans, segir dóminn merkilegan, ekki síst fyrir þær sakir að reynst hafi ákaflega erfitt að víkja til hliðar skriflegum samningum við lánsstofnum á einhverjum öðrum forsendum en greini frá í samningnum sjálfum. Það hefði ekki tekist nema vegna þess að leiddir hafi verið til vitnis bæði fjöldi starfsmanna Byrs, stjórnendur hans auk starfsmanna Glitnis.