Fréttavefur Reuters greinir frá því í dag að Glitnir hafi í febrúar selt norska bankanum DnB Nor fasteignalán sem ekki falla að kjarnastarfssemi bankans.

„Salan á lánunum er til að auka lausafjármagn bankans og er ein af mörgum aðgerðum bankans til þess,“ sagði Björn Richard Johansen, talsmaður Glitnis í tölvupósti til Reuters.

Þá segir Reuters að íslenskir bankar hafi fengið á sig þung högg vegna óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og segir Reuters það stafa af áhyggjum af mikilli skuldsetningu bankanna í útrás þeirra síðustu ár.

Þá segir að í byrjun mars hafi matsfyrirtækið Fitch Ratings sett bankana þrjá, Glitni, Kaupþing og Landsbanka á neikvætt viðhorf til lánshæfismats og að Moody‘s hafi í febrúar lækkað lánshæfismat bankanna.

Þá greinir Reuters frá því að aðstæður hér á landi séu ekki að koma bönkunum til góða. Gengisfall krónunnar, hækkandi verðbólga og „himinháir“ stýrivextir gætu að sögn Reuters dregið úr hagvexti.

Sjá frétt Reuters hér.