Glitnir Finnlandi, dótturfélag í 100% eigu Glitnis banka hf., hefur verið selt stjórnendum félagsins þar í landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.

Þetta er niðurstaða viðræðna sem átt hafa sér stað milli aðila með aðkomu og samþykki finnska fjármálaeftirlitsins. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Í tilkynningunni kemur fram að búist er við því að finnska félagið muni í framhaldinu taka aftur upp nafnið FIM en svo hét það fyrir yfirtöku Glitnis á seinasta ári.