Skilanefnd Glitnis mun tapa allt að tíu milljörðum króna eftir að hafa tekið yfir skuldabréf úr Peningamarkaðssjóði bankans, Sjóði 9, við bankahrunið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Tap vegna þessa lendir að öllu leyti á kröfuhöfum Glitnis en uppkaupin tryggðu þeim sem áttu hlutdeildarskírteini í sjóðnum mun betri útgreiðslu en þeir hefðu annars fengið. Sjóðsfélagar fengu um 85 prósent af eign sinni greidd þegar Sjóði 9 var slitið í október 2008.

Glitnir banki átti sjálfur mikið af hlutdeildarskírteinum í Sjóði 9. Það staðfestir Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans.

Hvorki Íslandsbanki né skilanefnd Glitnis vilja þó upplýsa um hversu stóran hlut bankinn átti í eigin sjóði og bera fyrir sig bankaleynd.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .