Glitnir skipaði í dag sex lykilstarfsmenn í framkvæmdastjórn bankans.

Þeir eru:

- Rósant Már Torfason, fjármálastjóri (CFO)

- Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar og viðskiptaþróunar

- Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri Eignastýringar á Íslandi

- Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingabankasviðs á Íslandi

- Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta á Íslandi

- Magnús A. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs á Íslandi

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.

„Ég er afar ánægður með þann trausta hóp sem nú bætist í framkvæmdastjórn bankans. Þarna er á ferð öflugur hópur manna sem hafa starfað lengi fyrir Glitni og hafa mikla reynslu úr fjármálaheiminum. Þeir þekkja starfsemi bankans og viðskiptavini mjög vel og búa yfir þeim eiginleikum sem þarf til að styrkja starfsemi og bæta samkeppnisstöðu okkar enn frekar," segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis í tilkynningu.

Fyrrum framkvæmdastjóri Fjármálasviðs- og áhættustýringar, Alexander K. Guðmundsson, mun vinna náið með eftirmönnum sínum á næstu misserum til þess að tryggja framkvæmdastjóraskiptin gangi greiðlega fyrir sig.

Guðmundur Hjaltason og Gísli Heimisson munu á sama tíma láta af störfum.

Breytingar á framkvæmdastjórn taka gildi frá og með 19. maí 2008 samkvæmt tilkynningunni.