Glitnir hefur hefur ráðið Nomura Securities og RBS Greenwich Capital til að sækja 150 milljónir Bandaríkjadala (11,4 milljarða íslenskra króna) á einkafjárfestamarkað (e.private placement market) í Bandaríkjunum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Glitnir sótti síðast fjármagn til einkafjárfesta í Bandaríkjunum í desember í fyrra, þegar bankinn safnaði 210 milljónum Bandaríkjadala með hjálp Nomura.

Bankinn borgaði 85-100 punkta yfir bandarísk ríkisskuldabréf í fyrra, en sérfræðingar búast við kjörin verði eitthvað óhagstæðari nú. Ástæðuna segja sérfræðingar vera hækkandi vaxtastig víða um heim og að áhrifa neikvæðra erlendra greininga um íslenska bankakerfið gæti enn.

Glitnir er með lánshæfismatið A-mínus hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor's og A1 hjá Moody's Investor Services. Ákvörðun Standard & Poor's um að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum hefur ekki haft áhrif á lánshæfismat Glitnis.