Greiningardeild Glitnis reiknar með 1,5% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli apríl og maí. Verðbólgan mun mælast 7,5% gangi spáin eftir og eykst úr 5,5%.

Þetta er 25. mánuðurinn í röð sem verðbólga reynist umfram markmið bankans.

?Gengislækkun krónunnar skilar sér hratt í almennt verðlag um þessar mundir og flest leggst á eitt við hækkun verðlags," segir greiningardeildin.

Hún bendir einnig á að íbúðaverð hækki enn þrátt fyrir vaxtahækkun og aukna verðbólgu og svo að verð á eldsneyti hafi hækkað, ásamt öðrum innflutum vörum.

Þá segir greiningardeildin að þjónusta og innlendar vörur hækki vegna launahækkana sem átt hafa sér stað að undanförnu.