Verðbólguspá greiningardeildar Glitnis hljóðar upp á 8% yfir árið.

?Við gerum ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir um allt að 125 punkta á næstu tveimur vaxtaákvörðunardögum og að þeir verði 12,75% í byrjun þriðja ársfjórðungs," segir greiningardeild Glitnis.

Þrátt fyrir sterk viðbrögð af hálfu Seðlabankans telur greiningardeildin að aðgerðir hans komi ekki í veg fyrir frekari gengislækkun krónunnar og telur að gengisvísitalan verði í um 135 stigum að meðaltali á síðasta ársfjórðungi þessa árs.