Veikingu krónunnar undanfarið má rekja til aukinnar áhættufælni fjárfesta vegna sviptinga á erlendum fjármálamörkuðum og lánsfjárvandans, auk væntinga um lægri vexti hérlendis á komandi misserum. Í Morgunkorni Glitnis segir að bankinn telji að gengisvísitala krónunnar hafi þegar náð sínu lægsta gildi á árinu og að gengi krónunnar taki að lækka á öðrum ársfjórðungi samfara lækkandi stýrivöxtum. Greining Glitnis spáir því um 9% gengislækkun á árinu.

Nálgast má spána með því að fylgja þessum hlekk