Greiningardeild Glitnis spáir að verðtryggði vaxtaferillinn standi hærra í lok árs en hún hafði reiknaði með í síðustu spá og sá óverðtryggði lægra. Ástæða þess er að lækkun krónunnar og aukin verðbólga kom fyrr fram en greiningardeildin reiknaði með.

?Í styttri flokkum íbúðabréfa togast annars vegar á mikil verðbólga til ársloka sem skapar þrýsting til lækkunar kröfunnar og hins vegar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans sem skapa þrýsting til hækkunar kröfunnar. Við reiknum með að ávöxtunarkrafa flokkanna lækki aðeins á næstu vikum en taki að hækka aðeins aftur undir lok árs," segir greiningardeildin.

Reiknað er með að lítil breyting verði á kröfu lengri flokka íbúðabréfa. Aftur á móti er þrýstingur til lækkunar kröfunnar á næstu mánuðum.
?Er það vegna þess að framundan er minnkandi framboð íbúðabréfa í kjölfar hækkandi vaxta á útlánum og kólnandi fasteignamarkaðar. Einnig má gera ráð fyrir að áhuga erlendra fjárfesta á íbúðabréfum gæti að einhverju marki á næstu mánuðum," segir greiningardeildin.
Eftir áramót er því spáð að ávöxtunarkrafa bréfanna fari hækkandi sökum minnkandi verðbólgu en einnig má ætla að það verði ágæt raunávöxtun á peningamarkaði fyrstu mánuði næsta árs.

?Í spá okkar reiknum við með að frekari hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sínum þrýsti ávöxtunarkröfu ríkisbréfa lítillega upp á við og að krafan haldist frekar há fram undir lok þessa árs. Á það ekki síst við um styttri ríkisbréfaflokkana. Í byrjun næsta árs gerum við ráð fyrir að lækkandi verðbólga og væntingar um lækkun stýrivaxta skapi þrýsting til lækkunar ávöxtunarkröfu óverðtryggðra bréfa," segir greiningardeildin.