Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterHouseCooper á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins. í frétt Ríkissjónvarpsins kom fram að bótakrafa fallna bankans vegna reikninganna geta hlaupið á tugum, jafnvel hundrað milljörðum króna.

Stefnan var birt PWC á Íslandi 31. janúar og í framhaldinu var PriceWaterHouseCooper í Bretlandi stefnt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. apríl og er því nokkuð lengra á veg komið en stefna slitastjórnar Landsbankans gegn fyrirtækinu sem sagt var frá í fréttum í gær. Slitastjórn Glitnis hafði stefnt PWC fyrir dómstóli í Bandaríkjunum, en það máll féll niður um áramótin síðustu.

Stefna Glitnis banka byggir á því að PriceWater House Cooper hafi ekki sinnt endurskoðunarstörfum með lögmætum hætti. Afleiðingin hafi verið sú að ársreikningur ársins 2007 og árshlutareikningar sem ýmsir byggðu á svo sem hluthafar, lánadrottnar og eftirlitsaðilar hafi verið rangir.