Í nýliðnum september annaðist Glitnir sölu á 6,6% allra hlutabréfa sem seld voru í OMX Nordic Exchange og er þetta í fyrsta skipti sem Glitnir er söluhæsti aðilinn á norræna hlutabréfamarkaðinum. Ef litið er til hlutabréfaveltu OMX Nordic Exchange það sem af er árinu 2007 er Glitnir með næst mesta markaðshlutdeild allra félaga eða 6,25% af heildarveltu seldra bréfa að því er segir í tilkynningu þeirra.

"Á seinustu árum höfum við lagt mikla áherslu á að byggja upp verðbréfamiðlunina. Mikill styrkur í verðbréfamiðlun er lykilatriði til að við getum boðið viðskiptavinum okkar heildarlausnir á alþjóðlegum vettvangi. Það er ánægjulegt að sjá það markmið okkar verða að veruleika. Við erum einnig ánægð með að hafa fjölgað alþjóðlegum fjárfestum á Norræna hlutabréfamarkaðinn í gegnum starfsemi okkar á Nordic Exchange,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnir Group í tilkynningu.