Glitnir [ GLB ] er aðalbakhjarl Óperustúdíó Íslensku óperunnar fjórða árið í röð og var samningur þess efnis undirritaður í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku óperunni.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Sigrún Hjálmtýsdóttir, stjórnarmaður í Menningarsjóði Glitnis, undirrituðu samninginn fyrir hönd Glitnis ásamt Stefáni Baldurssyni, óperustjóra Íslensku óperunnar.

Così fan tutte eftir W.A. Mozart verður tekin fyrir sunnudaginn 6. apríl næstkomandi í Óperustúdíóinu, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2004.

„Við erum afskaplega ánægð með samstarfið við Íslensku óperuna í gegnum árin,“ sagði Lárus Welding við undirritunina. „Við erum sérstaklega stolt af því að styðja ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk og hvetja þau til dáða.“