Glitnir undirbýr nú skuldabréfaútgáfu í bandarískum dollurum og verður uppsetning og umsjón útgáfunnar  í höndum Barclays Capital, Citigroup og Deutsche Bank segir í tilkynningu.

Útgáfunni verður hleypt af stokkunum von bráðar í kjölfar kynningarferðar Glitnis í Asíu og Bandaríkjunum. Aðstæður á markaði munu einnig hafa áhrif á tímasetningu útgáfunnar. Stærð útgáfunnar er óákveðinn enn sem komið er.

Vænst er að útgáfan fái hæstu einkunn meðal matsfyrirtækja þar sem Glitnir nýtur lánshæfis A1 í bókum Moddys, A- hjá Standard & Poors og A hjá Fitch.