Tímaritið The Banker sem er gefið út af Financial Times samsteypunni hefur valið Glitni besta banka á Íslandi. Í desember tölublaði tímaritsins The Banker segir meðal annars: „Glitnir hefur vakið eftirtekt valnefndar fyrir markvissar fjárfestingar og 80% aukningu á hagnaði.“ Auk þess segir: „Glitnir hefur fjárfest í nokkrum smærri verðbréfamiðlunum á Norðurlöndum, en náði þeim árangri að verða þriðji stærsti verðbréfmiðlari á Norðurlöndum með 6,16% markaðshlutdeild. Yfirtökurnar voru gerðar af ögun og á árangursríkan hátt,“ samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu vegna valsins.

Í tilkynningunni segir jafnframt að The Banker bendir á framúrskarandi árangur yfirmanna og starfsmanna Glitnis á árinu og hælir bankanum fyrir viðleitni hans við að auka við og markaðssetja bankakerfið á Íslandi.

Lárusi Welding forstjóri Glitnis segir í tilkynningunni. „Það er heiður að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd samstarfsmanna minna hjá Glitni á Íslandi og annars staðar í heiminum, sem allir eiga hlut í velgengni bankans.  Sem rótgróinn banki á Íslandi og með góða fótfestu á  Norðurlöndunum, leggjum við mikla áherslu á að byggja Glitni upp á alþjóðlegum markaði.   Við gerum það með því að nýta sérfræðiþekkingu starfsmanna okkar til að geta boðið viðskiptavinum okkar, hvort sem þeir eru í Bandaríkjunum, Íslandi eða Kína, framúrskarandi bankavörur og þjónustu.  Þessi verðlaun eru traustsyfirlýsing sem við erum mjög þakklát fyrir, sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

Í október á þessu ári var Glitnir valinn „besti bankinn“ á Íslandi af Global Finance tímaritinu.  Lárus Welding, forstjóri Glitnis sagði þá: „Þessi verðlaun eru viðurkenning á þeim áherslum og metnaði bankans á að bjóða viðskiptavinum okkar trausta, en á sama tíma sveigjanlega og framúrskarandi bankaþjónustu.“

Yfir 100 bankar í heiminum voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna í ár. Tekið var tillit til afkomu fyrirtækjanna, vaxtar og frammistöðu þeirra á fyrri hluta ársins. Einnig var metið hvernig bankarnir notfæra sér tækni og hvernig skipulagning, stefnumótun og fjárfestingar þeirra undirbúa þá fyrir frekari vöxt í framtíðinni.