Evrópska fjármálatímaritið Euromoney hefur útnefnt Glitni sem ?besta banka? á Íslandi í árlegri skýrslu sinni (2006 Award for Excellence report) sem kom út í dag, segir í fréttatilkynningu frá bankanum.

Í umsögn Euromoney segir að viðskiptamódel Glitnis sé frekar fallið til að ýta undir áframhaldandi arðsemi en viðskiptamódel samkeppnisaðilanna.

?Við erum stolt af því að vera útnefnd sem besti banki á Íslandi,? segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.

?Þessi viðurkenning ber því glöggt vitni að markviss stefnumótun okkar og gagnsæ samskipti hafa fallið í góðan jarðveg meðal aðila markaðarins.?