Mánudaginn 29. september síðastliðinn var greint frá því að ríkisstjórn Íslands og eigendur Glitnis banka hefðu gert með sér samkomulag, að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið, um að ríkissjóður legði bankanum til hlutafjárframlag að jafnvirði 600 milljóna evra eða 84 milljarða eins og gengið var þá.

Með þessu tók ríkissjóður 75% hlut í bankanum og þröng lausafjárstaða Glitnis varð öllum ljós.

Menn greinir sem vonlegt er enn á um ágæti þessarar aðgerðar, hvort hún hafi verið nauðsynleg og hvaða áhrif hún hafði. Um niðurstöðuna þarf ekki að deila. Næstu tvær vikur á eftir lentu allir viðskiptabankar landsins í fangi ríkisins með þjóðnýtingu í krafti neyðarlaga.

Stærstu fyrirtæki landsins voru horfin og aðeins sat eftir flóknasta þrotabú þjóðarinnar. Var þessi atburðarás óhjákvæmileg eða hefði verið hægt að standa öðruvísi að málum?

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í úttekt um fjármálakreppuna á Íslandi í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .