Glitnir veitti ráðgjöf við sölu á bandaríska matvælafyrirtækinu F.W. Bryce Inc, sem nýlega var selt til Nippon Suisan USA Inc, segir í fréttatilkynningu.

Bankinn veitti seljandanum ráðgjöf og tók ekki þátt í að fjármagna yfirtökuna.

"Það er okkur mikið ánægjuefni að sérfræðiþekking Glitnis á sviði sjávarútvegs skuli njóta æ meiri virðingar á erlendum vettvangi. Í þessu tilviki er um að ræða sölu á bandarísku fyrirtæki til dótturfyrirtækis japansks sjávarútvegsrisa," segir í tilkynningu frá Glitni.

"Þegar stjórnendur bandaríska fyrirtækisins (Bryce) stóðu frammi fyrir því að velja sér banka til ráðgjafar völdu þeir hinn íslenska Glitni vegna sérfræðiþekkingarinnar sem þar er að finna á sviði sjávarútvegs," segir í tilkynningunni.

Söluverðið var ekki gefið upp. Bryce sérhæfir sig í sölu og markaðsetningu á sjávarafurðum.