Glitnir banki hf. hefur ákveðið að aðgreina þá hluti sem keyptir hafa verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum viðskiptum frá öðrum hlutum í eigu bankans, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þannig endurspeglist þessi aðgreining í hlutaskrám hlutafélaga, þar sem Glitnir banki hf. er hluthafi.

Til að ná þessu markmiði hefur Glitnir banki hf. stofnað auðkennið GLB Hedge, kt. 620906-9990, og hafa fyrrnefndu hlutir bankans verið skráðir á GLB Hedge.

Tilgangurinn með þessum aðgerðum er að auka gagnsæi hlutabréfaeignar bankans.