Slitastjórn Glitnis skoðar þann möguleika að kaupa 5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Ef kaupin yrðu að veruleika myndu kröfuhafar Glitnis, sem eiga fyrir 95% hlut í Íslandsbanka, eignast bankann að fullu.

Samkvæmt heimildium Morgunblaðsins er Glitnir reiðubúinn að greiða fyrir hlutinn miðað við 100% bókfært eigið fé Íslandsbanka, eða það sem nemur 8,3 milljörðum króna. Kaupverðið yrði greitt í krónum.

Morgunblaðið segir að lítill áhugi sé fyrir þvi hjá ríkinu að selja hlutinn í bankanum. Hins vegar sé ríkið í erfiðri stöðu þar sem hlutafélagalög gera ráð fyrir því að hluthafi sem á meira en 90% eignarhlut krafist þess að minni hluthafar selji.