Máli slitastjórnar Glitnis gegn sjö fyrrum stjórnendum og eigendum Glitnis og PricewaterhouseCoopers, endurskoðanda bankans, var vísað frá fyrir dómi í New York í dag. Málflutningur um frávísunarkröfu í málinu fór fram í dag. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að málið ætti heima á Íslandi því allir aðilar þess eru íslenskir.

Samkvæmt frétt DV setti dómarinn í málinu tvö skilyrði, að allir hinir stefndu gefi skriflega yfirlýsingu um að þeir komi í réttarsal á Íslandi og að hinir stefndu mótmæli því ekki að dómurinn verði þá fullnustaður í Bandaríkjunum, hvað varðar eignir sem kunna að finnast þar í landi.

Segir að dómarinn hafi verið mjög eindreginn í afstöðu sinni og var fljótur að kveða upp úrskurð.