Íbúðalánasjóður hefur ekki fengið nein erindi frá viðskiptabönkunum um tilflutning íbúðalána yfir til sjóðsins. Landsbankinn og Kaupþing greindu frá því fyrir áramót að þeir hygðust skoða málið í ljósi þróunar á markaði.

Glitnir átti tvo viðræðufundi með fulltrúum Íbúðalánasjóðs fyrir jól en ekkert hefur gerst í málinu síðan.

Að sögn Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra Nýja Kaupþings, þá hefur engin ákvörðun verið tekin um hvernig staðið verður að málum hjá þeim. Fasteignalán Kaupþings voru tekin að veði í Seðlabankanum í endurhverfum viðskiptum bankans og ekki er að fullu ljóst hvernig greitt hefur verið úr þeim vöndli.