Fjórmenningar máli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn fyrrverandi starfsmönnum Glitnis fengu þunga dóma í Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Þeir Elmar Svavarsson, Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson hlutu allir fimm ára fangelsisdóm. Magnús Arnar Arngrímsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007.

Auk fangelsisdómsins voru sakborningar dæmdir til að greiða málsvarnarkostnað sinn. Sakborningar voru ekki viðstaddir dómsuppsögu.