Sérstakur saksóknari hefur lokið yfirheyrslum yfir þremur fyrrum yfirmönnum hjá Glitni. Þeim hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi, að því er fréttastofa Rúv greinir frá. Lárus Welding, Ingi Rafnar Júlíusson og Jóhannes Baldursson voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á miðvikudag í síðustu viku, í kjölfar aðgerða sérstaks saksóknara. Þeim var sleppt seinnipartinn í dag.

Í frétt Rúv kemur fram að yfirheyrslurnar hafi gengið betur en reiknað var með. Því var þremenningunum sleppt, þótt gæsluvarðhaldið renni ekki út fyrr en á miðvikudaginn.