Tímaritið Global Finance magazine, sem er alþjóðlegt fjármálarit, hefur valið Landsbankann sem besta bankann á Íslandi. Þetta var tilkynnt í New York síðustu viku.

Global Finance greinir frá vali sínu eftir að hafa haft náið samráð við bankamenn, starfsmenn á fjármálamarkaði og greinendur um allan heim. Við matið koma til álita fjárhagslegir þættir sem hægt er að mæla nákvæmlega, jafnt og aðrir þættir sem byggja fremur á huglægu mati. Til viðbótar byggir Global Finance í fyrsta sinn val sitt á könnun sem gerð er á meðal lesenda blaðsins.

Global Finance var stofnað árið 1987, lesendur eru um 200.000 í 180 löndum.