Það er erfitt að fá Skrattann til að sleppa tökunum á fjármálakerfinu þegar honum hefur einu sinni tekist að ná þar tangarhaldi að mati greiningarfyrirtækisins Global Preperty Guide. Telur það að það taki fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum tvö til þrjú ár að ná sér á strik að nýju.

„Ættir þú að rípa tækifærið og hagnýta þér niðursveifluna á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum? Nei, nei, nei – ekki samkvæmt okkar mati,” segir Global Preperty Guide.

„Þetta er dæmigerð niðursveifla (það er það sem það er) og tekur 2-3 ár að ganga yfir. Við erum ekki enn komin að enda þessarar niðursveiflu, alls ekki. Þegar Skrattinn hefur náð tökum á fjármálakerfinu, þá er erfitt að særa hann út.”