Sérfræðingar á fasteignamarkaði óttast að það verðfall sem tók að gæta í auknu mæli á fasteignamörkuðum á heimsvísu á síðasta ári muni halda áfram að vaxa. Mest raunlækkun fasteignaverðs á árinu 2008 var í Lettlandi eða 37%. Ísland var í fimmta sæti með 16% verðlækkun samkvæmt úttekt Global Proberty Guide.

Verð féll í flestum af þeim 32 löndum sem Global Proberty Guide gerði úttekt á. Einungis átta lönd bjuggu við raunhækkun fasteignaverðs með tilliti til verðbólgu.

Af þeim 32 löndum sem GPG kannaði féll raunverð fasteigna í 20 löndum, en stöðnun var í 10 löndum.

Mest var verðfallið í Riga höfuðborg í Lettlands eða 37% og 27% í Vilnius í Litháen. Í Bandaríjunum lækkaði verði í helstu borgum um 20% og 18% í Bretlandi. Ísland er á þessum lista í fimmta sæti með 16% raunlækkun fasteignaverðs og miðar GPG þar væntanlega eins og í fyrri könnunum við verðlag í Reykjavík. Írland er svo í sjötta sæti með 12% lækkun og Úkraína (Kiev) var líka með 12% lækkun.

Tvö lönd sáu fram á hagstæðari þróun en árið áður, annaðhvort hraðari hækkun fasteignaverð eða minni lækkun en á árinu á undan, en það voru Sviss og Þýskaland.