Global Property Guide varar fólk við að fjárfesta í fasteignum í Evrópu um þessar mundir. “Það er ekki rétti tíminn núna til að kaupa fasteignir í Evrópu. Eftir meira en 10 ára uppsveiflu og eins árs hrun er fasteignaverð í Evrópu enn of hátt, of mikið byggt og vextir eru enn of háir fyrir lántakendur þrátt fyrir lækkun á lántölukostnaði.

Við myndum örugglega ekki íhuga að kaupa neinar fasteignir í Evrópu á þessari stundu. Komið aftur þegar fasteignaverð hefur lækkað og efnahagslífið fer að rétta úr kútnum, - sem bið getur orðið á.”

Bendir Global Property á að afrakstur af fjárfestingum í fasteignum sé neikvæður og varar fólk við að kaupa nokkuð sem skili minna en 5% arði. Ef það viðmið sé notað komi einungis 11 Evrópuþjóðir til greina varðandi fasteignakaup. Nær öll þau ríki séu í Austur-Evrópu sem sé nú mjög viðkvæm vegna kreppunnar.