Leiðtogaráðstefnan Global Leadership Summit (GLS) verður haldin í annað sinn á Íslandi nú um helgina, 5.-6. nóvember.

Í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar kemur fram að á síðasta ári hafi um 200 manns sótt hana og aftur stefni í góða þátttöku.

GLS er alþjóðleg ráðstefna sem haldin er árlega og sýnd um víða veröld. Markmið hennar er að sögn aðstandenda að veita einstaklingum innblástur og nýjar hugmyndir til uppbyggingar og vaxtar. Á ráðstefnunni koma meðal annars saman helstu hugsuðir úr heimi viðskiptalífsins og deila þekkingu sinni með ráðstefnugestum.

Dagskráin er byggð upp með þeim hætti að sýnt er frá ráðstefnunni á breiðtjaldi.

Meðal ræðumanna er bandaríski viðskiptaráðgjafinn og rithöfundurinn Jim Collins sem fjallar um einkenni dauðadæmdra fyrirtækja áður en þau sýna veikleikamerki og hver er munurinn sé á góðum og framúrskarandi fyrirtækjum.

Þá mun presturinn Adam Hamilton fjalla um það þegar leiðtogar falla auk þess sem hin ástralska Christine Caine um fjalla um forystu á barmi vonleysis en Caine mun segja frá átakanlegri sögu sinni sem varð til þes að hún hóf baráttu gegn mansali á konum.

Meðal annarra ræðumanna má nefna Terri Kelly, forstjóra og stjórnarformanni W.L. Gore (sem framleiðir Gore-Tex fatnað) sem mun segja frá hinu óhefðbundna stjórnskipulagi sem fyrirtæki hans byggist á.

Nánari upplýsingar á heimasíðunni http://www.gls.is .