Skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar upp á 150 milljónir dollara, eða um 17,4 milljarða króna, getur brotið ísinn fyrir íslenskan efnahag á alþjóðamörkuðum og auðveldað sveitarfélögum og fyrirtækjum að verða sér úti um fé á lánamörkuðum.

Útgáfan er sú fyrsta sem Landsvirkjun ræðst í frá hruni.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi skuldabréfaútgáfa getur orðið mikilvæg fyrir Landsvirkjun og raunar íslenskan efnahag í leiðinni. Þótt álagið sé hátt þá mun það vafalítið lagast þegar fram í sækir og traustið eykst,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Álagið sem hann vísar til eru 6,5% fastir vextir og er lánstíminn til fimm ára. Það eru með hæstu vöxtum sem þekkjast á skuldabréfamörkuðum erlendis. Álagið er sambærilegt við það sem írska ríkinu býðst um þessar mundir.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .