Stjórnendur General Motors Co. tilkynntu í síðustu viku að félagið muni útvíka rafbílaframleiðslu sína með því að setja lúxusbílinn Cadillac Converj í framleiðslu. Margir höfðu óttast að honum yrði sópað út af borðinu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu GM, og fyrr á þessu ári voru engin áform sögð um að hefja framleiðslu á bílnum.

Cadillac Converj verður með aukinni langdrægni, en hann mun byggja á sömu tækni og notuð verður í Chevrolet Volt tvinnbílnum sem kemur á markað síðla árs 2010 að því er fram kemur á vefsíðu The Detroit News.

Frumgerði af Cadillac Converj hlaut mikið lof á 2009 North American International Auto Show sem haldin var í Detroit í janúar á þessu ári. Nokkur bið verður þó á að bíllinn komist í sýningarsali söluaðila og hefur enn ekki verið sett dagsetning á framleiðsluna. Búist er við að það verði ekki fyrr en eftir nokkur ár. Með því að ákveða að setja hann í framleiðslu hyggjast GM-menn hins vegar dreifa þróunarkostnaði á rafbílum á fleiri gerðir. Þá sé frekar hægt að ná inn fyrir þróunarkostnaði í sölu á lúxusbíl eins og Cadillac Converj en Chevrolet Volt.

Er ákvörðunin um að smíða Converj önnur stórumskipti GM á undanförnum mánuðum. Í ágúst tilkynnti félagið að það hafi skotið niður áform um nýjan Buic compact crossover.

Tæknin sem nýi raf-lúxusbíllinn byggir á styðst við sömu tækni og notuð verður í nýjum Chevrolet Volt sem kemur út seinnipartinn á næsta ári sem og Opel Ampera sem á að fara í framleiðslu á árinu 2011. GM eyðir meira en einum milljarði dollara í hönnun á Volt bílnum einum og sér. Hann verður smíðaður í Hamtramck verksmiðjunum og verður knúin af lithium-ion rafhlöðum.

Til að auka orkuframleiðsluna í Cadillac Converj og drægnina með rafmagni, verða sólarrafhlöður á þaki sem ná yfir afturgluggann líka. Til að tryggja útsýni aftur úr bílnum verða notaðar myndavélar í stað baksýnisspegils og afturrúðu. Undir bílnum verða 21 tommu hjólbarðar að framan og 22 tommu að aftan.