General Motors mun kaupa 7% hlut í PSA Peugeot Citroën og er það hluti af nánu samstarfi milli bílaframleiðandanna. Frá þessu greinir Financial Times.

Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði milli fyrirtækjanna og mun samstarfið felast í sameiginlegum verkefnum og innkaupum.  PSA Peugeot Citroën hefur átt miklum erfiðleikum undanfarið og mun samstarfið útvega félaginu fjármagn í sameiginleg verkefni bílaframleiðandanna.

Þessar fréttir eru athyglisverðar í ljósi þess að rekstur GM í Evrópu, aðallega í gegnum Opel, hefur gengið mjög illa síðustu árin. Tap GM af Evrópuhluta sínum nam 747 milljónum dala í fyrra, rúmum 90 milljörðum króna.

Höfuðstöðvar General Motors í Detroit.
Höfuðstöðvar General Motors í Detroit.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)