Þeir eru ekki af baki dottnir bílahönnuðirnir hjá General Motors í Bandaríkjunum þó hrikt hafi í stoðum fyrirtækisins út af fjárhagsvandræðum. Á Chicago Auto Show í gær var hulunni svipt af glænýrri Corvettu en í gömlum búningi (Corvette Stingray).

Greinilega hefur mönnum tekist að halda leyndinni vel yfir þessum glæsivagni því aðstoðarforstjóri GM Ed Wilburn sagði að fyrirtækið hafi haft þennan bíl í umbúðunum í meira en tvö ár. Er þessi Stingray Corvetta byggða á Stingray keppnisbíl frá árinu1959.