Samkeppni á rafbílamarkaði verður harðari í ljósi þess að General Motors ætlar að framleiða rafbílinn Bolt , sem verður í svipuðum stærðarflokki og Model 3 frá Tesla. Báðir bílarnir koma á markað árið 2017.

Model 3 er sá bíll sem Tesla ætlar að framleiða mest af og þar með ná markmiði sínum um 500 þúsund bíla framleiðslu.

Í úttekt Viðskiptablaðsins á rafbílum frá því í sumar  sést vel að General Motors er enginn nýgræðingur í smíði rafbíla. General Motors framleiddi EV1 rafbílinn á árunum 1996-1999. Framleiddir voru 1117 EV1 en þeir voru allir leigðir en ekki seldir. GM tók ákvörðun upp úr 2000 að láta eyða flestum þeirra, en um 40 voru settir á safn. Við þróun EV1 sótti GM um skráningu fjölda einkaleyfa.

Eins og sést á töflunni fyrir ofanvar GM með 4 sinnum fleiri einkaleyfi skráð  en Tesla síðasta sumar, þegar síðarnefnda fyrirtækið ákvað að opna aðgang að öllum sínum einkaleyfum.

Hefur Tesla forskot?

Tesla hefur forskot í rafbílaheiminum þó að erfitt sé að meta hversu mikið. Fyrst og fremst er forskotið fólgið í drægni bílanna en Model S, sem er í svipaðri stærð og BMW 5 og Mercedes-Benz E, kemst um 480 km á hleðslunni.

Dæmigerður rafbíll er hins vegar smábíll og kemst í kringum 120-160 km. Þarna er átt við nýjar rafhlöður, en þær rýrna um nokkur prósent á hverju ári. Einnig draga kaldir vetur úr drægninni.

Hleðslutíminn skiptir ekki síðurmáli. Á hraðhleðslustöðvum Tesla tekur um 20 mínútur að hálfhlaðabílinn. Í venjulegri innstungu tekur hleðslan hins vegar 9 klukkutíma.