Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) hyggst nú segja upp 1600 starfsmönnum sem vinna í þremur af verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Ástæða uppsagnanna er sögð vera minnkandi bílasala í Bandaríkjunum en stórir lagerar hrannast nú upp í verksmiðjum GM.

Á fréttasíðu NBC segir að um 700 starfsmenn GM sem starfi við framleiðslu á pallbílum verði sagt upp frá og með 1. febrúar 2009. 500 starfsmönnum í fólksbílaframleiðslu verður einnig sagt upp sem og 400 starfsmönnum sem vinni við framleiðslu á tveggja sæta sportbílum.

Starfsmönnum GM var tilkynnt um uppsagnirnar 29. september síðastliðinn.