General Motors seldi í fyrsta sinn í 102 ára sögu sinni fleiri bíla í öðru landi en Bandaríkjunum.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

GM seldi 8,39 milljónir bíla, 30.000 færri bíla en Toyota sem er stærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 2,35 milljónir bíla í Kína í fyrra, um 136.000 fleiri en í Bandaríkjunum.  Salan í Kína óx um 29% í Kína og 6,3% í Bandaríkjunum.

GM gerir ráð fyrir enn meiri söluaukningu í ár og liður í því er fjölgun starfsfólks í verksmiðju GM í Flint í Michiganríki.  Þegar nýtt vaktakerfið verður komið að fullu í gagnið fjölgar starfsmönnum um 750.

Sérfræðingar telja umtalsverðar líkur á því að GM nái aftur titlinum af Toyota og verði mest seldu bílinn árið 2011.