Tap bandaríska bílaframleiðandans General Motors á fyrsta ársfjórðungi nam 3,25 milljörðum Bandaríkjadala (tæplega 243 milljarðar ísl.króna) samanborið við 62 milljón dala hagnað (4,6 milljarðar ísl.króna) á sama tíma í fyrra.

Tapið nemur 5,74 dölum á hvern hlut miðað við 11 cent í hagnað í fyrra.

Verkfall heildsala, aukinn hráefniskostnaður og minni sala eru allt þættir í tapir félagsins að sögn Reuters fréttastofunnar.

Tekjur félagsins drógust saman um 1,6% á milli ára og námu á fyrsta ársfjórðungi 42,7 milljörðum dala.