Fréttir um erfiðleika Gnúps, sem rötuðu í erlenda fjölmiðla í liðinni viku, var meginástæða þess að skuldatryggingaálagið á íslensku bankana snarhækkaði.

Í fjármálaheiminum erlendis gengu sögusagnir um að íslenskur banki gæti lent í vandræðum vegna málsins og svo virðist sem þær sögusagnir hafi nægt til þess að ýta álaginu verulega upp, enda markaðurinn afar viðkvæmur fyrir öllum vondum fréttum, hvort sem eitthvað er hæft í þeim eða ekki.

Og orðrómur um að einn eða fleiri íslenskir bankar séu hugsanlega í erfiðleikum hefur um leið áhrif á skuldatryggingaálag þeirra allra.

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .