Uppgjör fjárfestingarfélagsins Gnúps eftir fall félagsins skiluðu sér öll í hús í síðustu viku eftir langa bið. Saga Gnúps er einkennandi fyrir hrunið; uppgangurinn var snarpur, væntingarnar gríðarlegar og fallið hátt.

Félagið skilaði hagnaði aðeins tvívegis, á fyrsta rekstrarári þess og því síðasta, þ.e. árin 2006 og 2011. Samantekið tap félagsins hin árin nam 44,8 milljörðum króna. Gnúpur var starfræktur sem fjárfestingarfélag í um ár, frá árslokum 2006 og rétt fram yfir áramótin 2007 þegar lánardrottnar tóku yfir reksturinn. Gnúpur var fyrsta fórnarlamb fjármálahrunsins hér á landi og vakti athygli erlendra fjárfesta á veikburða bankakerfi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.